Skrítnara fyrir Dag en okkur

Snorri Steinn ræðir við mbl.is í gær.
Snorri Steinn ræðir við mbl.is í gær. mbl.is/Eyþór

Ísland og Króatía mætast í 2. umferð milliriðils á HM karla í handbolta í Zagreb í Króatíu í kvöld. Dagur Sigurðsson þjálfar króatíska liðið. Er hann uppalinn hjá Val, eins og Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Íslands.

„Það verður gaman að mæta Degi. Það verður auðvitað aðeins öðruvísi en það verður örugglega meira öðruvísi fyrir hann en fyrir mig og okkur. Þegar að þessum leik kemur erum við bara að spila við Króata. Það er alltaf gaman þegar það er tenging,“ sagði Snorri við mbl.is.

Eftir sigurinn á Egyptalandi í 1. umferð milliriðilsins sagði Snorri að Dagur væri einn besti þjálfari heims.

„Ég held það sé karakterinn. Ég upplifði hann sem leikmann og fyrirliða íslenska landsliðsins og hann var frábær þar. Ég hef ekki haft hann sem þjálfara en ég held hann sé mjög staðfastur og góður leiðtogi. Hann er líka klókur í öllu,“ sagði Snorri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert