Skynja sterkt hvað Aron langar þetta mikið

Snorri Steinn Guðjónsson ræðir við mbl.is.
Snorri Steinn Guðjónsson ræðir við mbl.is. mbl.is/Eyþór Árnason

Aron Pálmarsson hefur verið einn besti leikmaður Íslands á HM í handbolta til þessa. Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hrósaði Aroni í samtali við mbl.is.

„Hann var frábær í fyrra og frábær núna. Ég held að lykillinn hjá honum sé hjá honum sjálfum. Ég held ég hafi ekki ýtt á neina takka. Það hefur verið hugur í honum og hann hefur verið einbeittur.

Ég hef skynjað það mjög sterkt hvað hann langar þetta mikið. Hann er tilbúinn að leggja á sig vinnu. Hann má klappa sjálfum sér á bakið. Við erum samt bara rétt að byrja,“ sagði Snorri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert