Elliði Snær Viðarsson hefur verið stór hluti af sterkri vörn Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta til þessa með magnaðan Viktor Gísla Hallgrímsson þar fyrir aftan. Þegar íslenska vörnin smellur er mjög erfitt við hana að eiga.
„Markverðirnir þurfa að halda áfram að sýna þessa frammistöðu sem Viktor hefur sýnt hingað til. Hann hefur verið óaðfinnanlegur þar. Við þurfum að gera allt til að hjálpa honum og það hefur verið ótrúleg barátta og vinnusemi ofan á rosalega gott skipulag.
Við erum vel undirbúnir fyrir leiki og svo kryddum við það með baráttunni. Þetta er blanda af því að vera villtur og vel skipulagður,“ útskýrði Elliði við Morgunblaðið.
Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun.