Ekki margir sem vita það um mig

Sigvaldi var brosmildur þegar hann fékk allt í einu spurningar …
Sigvaldi var brosmildur þegar hann fékk allt í einu spurningar sem tengdust handbolta ekki neitt. mbl.is/Eyþór Árnason

Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, settist niður með mbl.is og svaraði spurningum ótengdum handbolta.

Ef Sigvaldi væri lélegur í handbolta, hvað væri hann þá að gera í lífinu?

„Ég held ég yrði einhvers konar iðnaðarmaður. Smiður kannski. Ég hefði gaman af svoleiðis vinnu.“

Ef hann feangi að velja eina manneskju til að vera með sér í viku á eyðieyju, hver yrði fyrir valinu?

„Ég verð að kalla út félaga minn Baldur Haraldsson. Við erum búnir að þekkjast frá því við vorum krakkar.“

Er einhver þáttur sem þú horfir á sem þú lúmskt skammast þín fyrir?

„Ég horfi stundum á anime-þátt sem heitir Attack on Titan. Það er gaman að horfa á þessa þætti en það eru ekki margir sem vita það en ég skammast mín ekkert fyrir það,“ sagði Sigvaldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert