Ætla ekki að blanda mér í það

Feðgarnir Einar Þorsteinn og Ólafur Stefánsson
Feðgarnir Einar Þorsteinn og Ólafur Stefánsson mbl.is/Eyþór og mbl.is/Styrmir

Ólafur Stefánsson, einn besti handknattleiksmaður Íslandssögunnar, gagnrýndi fyrrverandi þjálfara sinn Guðmund Þórð Guðmundsson í hlaðvarpinu Handkastinu á dögunum.

Guðmundur þjálfar Fredericia í Danmörku og Einar Þorsteinn Ólafsson sonur Ólafs er leikmaður liðsins. Ólafur var ekki sáttur með Guðmund og hvatti Einar til að fara í nýtt félag.

„Ég ætla ekki að blanda mér í það. Ég einbeiti mér bara að því sem er í gangi hér á HM. Ég er að hugsa um sjálfan mig og að bæta mig. Þeir mega kljást eins og þeir vilja. Ég er að eiga ágætt ár og ég ætla að halda áfram að spila vel,“ sagði Einar við mbl.is um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert