Grænhöfðaeyjar gerðu Íslandi engan greiða

Ahmed Khairy í baráttu við Edmilson Araujo í kvöld.
Ahmed Khairy í baráttu við Edmilson Araujo í kvöld. AFP/Anne-Christine Pojoulat

Grænhöfðaeyjar töpuðu fyrir Egyptalandi, 24:31, í lokaumferð milliriðils 4 á HM karla í handbolta í Zagreb í kvöld. Þar með er Egyptaland komið áfram í átta liða úrslit.

Grænhöfðaeyjar stóðu vel í Egyptum í byrjun leiks og náði mest fjögurra marka forystu í stöðunni 4:8.

Egyptar sneru hins vegar taflinu við og voru einu marki yfir, 14:13, í hálfleik.

Egyptar sýndu svo mátt sinn og megin í síðari hálfleik og unnu að lokum þægilegan sjö marka sigur.

Hefði Egyptaland tapað stigum hefði Ísland tryggt sér sæti í átta liða úrslitum en þarf nú að treysta á að Slóvenía taki stig af Króatíu í lokaleik milliriðils 4 í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert