Alþjóða handknattleikssambandið birti í dag myndband af tíu fallegustu mörkunum sem skoruð hafa verið á heimsmeistaramóti karla sem fram fer í Króatíu, Danmörku og Noregi.
Íslenska landsliðið er úr leik eftir að hafa hafnað í þriðja sæti milliriðils fjögur á mótinu með 8 stig en Ísland hafnaði í 9. sæti á mótinu.
Það kemur eflaust einhverjum á óvart en Alsíringurinn Abdi Ayyoub hefur skorað fallegasta mark mótsins hingað til með ótrúlegu skoti.
Daninn Mathias Gidsel fylgir á hæla hans í öðru sætinu en hann er markahæstur á mótinu með 49 mörk, ásamt Norður-Makedóníumanninum Filip Kuzmanovski.
Myndband af fallegustu mörkum HM, hingað til, má sjá hér fyrir neðan.
Top 10 goals so far at the 2025 IHF Men's Handball World Championship 🔥🌶️#CRODENNOR2025 #inspiredbyhandball pic.twitter.com/7jSafWxHtb
— International Handball Federation (@ihfhandball) January 27, 2025