Tíu fallegustu mörkin á HM (myndskeið)

Abdi Ayyoub.
Abdi Ayyoub. AFP/Bo Amstrup

Alþjóða handknattleikssambandið birti í dag myndband af tíu fallegustu mörkunum sem skoruð hafa verið á heimsmeistaramóti karla sem fram fer í Króatíu, Danmörku og Noregi.

Íslenska landsliðið er úr leik eftir að hafa hafnað í þriðja sæti milliriðils fjögur á mótinu með 8 stig en Ísland hafnaði í 9. sæti á mótinu.

Það kemur eflaust einhverjum á óvart en Alsíringurinn Abdi Ayyoub hefur skorað fallegasta mark mótsins hingað til með ótrúlegu skoti.

Daninn Mathias Gidsel fylgir á hæla hans í öðru sætinu en hann er markahæstur á mótinu með 49 mörk, ásamt Norður-Makedóníumanninum Filip Kuzmanovski.

Myndband af fallegustu mörkum HM, hingað til, má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert