Sturlaðasta mark sögunnar íslenskt?

Óðinn Þór Ríkharðsson
Óðinn Þór Ríkharðsson mbl.is/Eyþór Árnason

Fjölmiðladeild EM karla í handbolta rifjaði upp stórkostlegt mark sem hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði gegn Króatíu á síðasta ári.

Ísland vann Króatíu í fyrsta skipti í keppnisleik á EM á síðasta ári og Óðinn skoraði fallegasta mark leiksins er hann kastaði boltanum aftur fyrir bak og í bláhornið.

Eftir mótið var Dagur Sigurðsson ráðinn til Króata og hann keppir við Danmörku í úrslitaleik heimsmeistaramótsins síðar í dag.

Markið má sjá hér fyrir neðan en í því er spurt hvort markið sé það sturlaðasta í sögu EM. 

View this post on Instagram

A post shared by EHF EURO (@ehfeuro)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert