Leyfðu stjörnunni að skora (myndskeið)

Leikmenn Króatíu niðurlútir eftir tapið í gærkvöldi.
Leikmenn Króatíu niðurlútir eftir tapið í gærkvöldi. AFP/Jonathan Nackstrand

Domagoj Duvnjak, stærsta stjarna króatíska karlalandsliðsins í handbolta, lagði landsliðsskóna á hilluna eftir að liðið tapaði fyrir Danmörku, 32:26, í úrslitaleik HM 2025 í gærkvöldi.

Staðan var 32:25 þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum. Leikmenn Danmerkur ákváðu þá að leyfa Duvnjak að skora eitt sárabótamark.

Króatinn, sem er 36 ára, skoraði því síðasta mark leiksins í sínum síðasta landsleik. Markið má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert