Domagoj Duvnjak, stærsta stjarna króatíska karlalandsliðsins í handbolta, lagði landsliðsskóna á hilluna eftir að liðið tapaði fyrir Danmörku, 32:26, í úrslitaleik HM 2025 í gærkvöldi.
Staðan var 32:25 þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum. Leikmenn Danmerkur ákváðu þá að leyfa Duvnjak að skora eitt sárabótamark.
Króatinn, sem er 36 ára, skoraði því síðasta mark leiksins í sínum síðasta landsleik. Markið má sjá hér:
Last goal for the captain on the Croatia jersey. Thank you, Domagoj Duvnjak. It's been a pleasure to see you play 🇭🇷🙏#CRODENNOR2025 #inspiredbyhandball @HRS_CHF pic.twitter.com/PKdfdD0gdJ
— International Handball Federation (@ihfhandball) February 2, 2025