Sló markamet sem sett var á Íslandi

Mathias Gidsel er engum líkur.
Mathias Gidsel er engum líkur. AFP/Jonathan Nackstrand

Mathias Gidsel, stórskytta heimsmeistara Danmerkur, sló í gær markamet á heimsmeistaramóti þegar hann skoraði tíu mörk í sigri liðsins á Króatíu í úrslitaleik HM 2025 í Noregi í gærkvöldi.

Gidsel skoraði alls 74 mörk, þar af aðeins eitt úr vítakasti, og sló þannig 30 ára gamalt markamet suðurkóresku stórskyttunnar Yoon Kyung-Shin, sem sá síðarnefndi setti á HM 1995 á Íslandi.

Gidsel skoraði 73 mörk úr opnum leik en Yoon skoraði 70 mörk úr opnum leik á HM á Íslandi.

Gidsel hefur hins vegar verk að vinna ætli hann sér að slá markamet Kirils Lazarovs að meðtöldum mörkum úr vítaköstum. Lazarov á nefnilega metið yfir flest mörk á einu heimsmeistaramóti en það setti hann á HM 2009.

Lazarov skoraði þá alls 92 mörk. Yoon skoraði alls 82 mörk að meðtöldum mörkum úr vítaköstum á HM 1995 á Íslandi og er enn í öðru sæti yfir flest mörk á heimsmeistaramóti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert