Mathias Gidsel, stórskytta heimsmeistara Danmerkur, sló í gær markamet á heimsmeistaramóti þegar hann skoraði tíu mörk í sigri liðsins á Króatíu í úrslitaleik HM 2025 í Noregi í gærkvöldi.
Gidsel skoraði alls 74 mörk, þar af aðeins eitt úr vítakasti, og sló þannig 30 ára gamalt markamet suðurkóresku stórskyttunnar Yoon Kyung-Shin, sem sá síðarnefndi setti á HM 1995 á Íslandi.
Gidsel skoraði 73 mörk úr opnum leik en Yoon skoraði 70 mörk úr opnum leik á HM á Íslandi.
Gidsel hefur hins vegar verk að vinna ætli hann sér að slá markamet Kirils Lazarovs að meðtöldum mörkum úr vítaköstum. Lazarov á nefnilega metið yfir flest mörk á einu heimsmeistaramóti en það setti hann á HM 2009.
Lazarov skoraði þá alls 92 mörk. Yoon skoraði alls 82 mörk að meðtöldum mörkum úr vítaköstum á HM 1995 á Íslandi og er enn í öðru sæti yfir flest mörk á heimsmeistaramóti.
Mathias Gidsel with 74 goals! Topscorer for the 4 championship in a row!
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 2, 2025
73 goals without 7m shots - and breaks the 30 years old record of Yoon:
73 goals: Mathias Gidsel (2025)
70 goals: Kyung-shin Yoon (1995)#handball pic.twitter.com/wZISmO3wDp