Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta, tók áhugavert leikhlé í úrslitaleiknum gegn Danmörku á HM í handbolta í Bærum í Noregi á sunnudaginn.
Leiknum lauk með öruggum sex marka sigri Danmerkur, 32:26, en þetta var fjórða skiptið í röð sem Danir fagna sigri á HM.
Dagur tók leikhlé þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka í stöðunni 30:24, Dönum í vil.
„Við skulum klára þennan leik með sæmd, berum höfuðið hátt,“ sagði Dagur við leikmenn sína í lokaleikhléi Króata.
„Spilum góðan handbolta og látið dómarana í friði. Til fjandans með þá, til fjandans með þá alla!“ bætti Dagur svo við en myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
Wow, what a timeout from Dagur Sigurdsson towards the end of the final... pic.twitter.com/BuH3B2u8Rv
— Nedzad Smajlagic (@NedzadCipe) February 2, 2025