Ríkisstjórn Króatíu hefur samþykkt að veita leikmönnum karlalandsliðs þjóðarinnar í handbolta peningaverðlaun fyrir árangur liðsins á HM sem lauk í febrúarbyrjun.
Dagur Sigurðsson þjálfar króatíska liðið, sem endaði í öðru sæti á HM eftir tap fyrir Danmörku í úrslitaleik.
Fær hver og einn leikmaður 12.500 evrur úr ríkissjóði eða um 1,9 milljónir króna.