Sá yngsti á þriðja HM í ár

Ingvar Þór Jónsson og Jónas Breki Magnússon með Sigurð Frey …
Ingvar Þór Jónsson og Jónas Breki Magnússon með Sigurð Frey Þorsteinsson í öruggum höndum sín á milli eftir æfingu í Galati í gær. mbl.is/Andri Yrkill

Sigurður Freyr Þorsteinsson er yngsti leikmaðurinn í íslenska landsliðshópnum sem er nú í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í íshokkí í Galati í Rúmeníu. Staðreyndin er hins vegar sú að Sigurður, sem er 17 ára gamall, er á sínu þriðja heimsmeistaramóti fyrir Íslands hönd – bara á þessu ári!

Sigurður fór til Dunedin í Nýja-Sjálandi í janúar, þar sem U20 ára landslið Íslands vann til bronsverðlauna á HM. Í síðasta mánuði var hann svo í Belgrad í Serbíu með U18 ára landsliðinu á HM, kom heim í tíu daga áður en hann fór með A-landsliðinu til Rúmeníu síðastliðinn laugardag.

„Það er svolítið stórt stökk á milli og sérstaklega er töluverð breyting á hraða leikmanna,“ segir Sigurður Freyr þegar hann sest niður með blaðamanni Morgunblaðsins í Galati og er spurður út í það hvernig munurinn komi helst í ljós á milli móta.

Það er þó ekki nóg með það að Sigurður sé á sínu þriðja HM á árinu og sé yngstur í A-landsliðinu, heldur var hann ekki fæddur þegar elstu leikmennirnir í hópnum í dag fóru á sitt fyrsta heimsmeistaramót! Það var einmitt árið 1999, sama ár og Sigurður fæddist, sem Ísland tók þátt á HM í fyrsta sinn. Ingvar Þór Jónsson, landsliðsfyrirliði í dag, og Jónas Breki Magnússon voru þá báðir í liðinu og eru enn í dag. Sigurður Sveinn Sigurðsson, liðsstjóri Íslands hér í Galati, var þá einnig á meðal leikmanna.

Greinina í heild sinni og lengra viðtal við Sigurð má finna í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert