Rúmenía stóð uppi sem sigurvegar í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkíi sem lauk í borginni Galati þar í landi í kvöld. Rúmenía vann 3:0-sigur á Spáni í lokaleik mótsins og tryggði gullið.
Rúmenía endurheimtir þar með sæti sitt í B-riðli 1. deildar HM, þaðan sem liðið féll í fyrra. Spánverjar, silfurlið síðasta heimsmeistaramóts, falla hins vegar niður í B-riðil 2. deildar en það var þó ljóst fyrir leikinn eftir sigur Serbíu á Íslandi.
Ísland hafnaði í 5. sæti riðilsins, þriðja árið í röð. Ástralía, sem vann Belgíu fyrr í dag, fékk silfurverðlaun og Serbía tryggði sér bronsverðlaunin í hreinum úrslitaleik um það við Íslendinga.
Lokastaðan: Rúmenía 12 stig, Ástralía 11, Serbía 8, Belgía 6, Ísland 6, Spánn 2.