Erfið vinna í svona umhverfi

Magnus Blårand lætur í sér heyra á bekknum hjá Íslandi …
Magnus Blårand lætur í sér heyra á bekknum hjá Íslandi á HM í Galati. Ljósmynd/Sorin Pana

Magnus Blårand, landsliðsþjálfari karla í íshokkíi segist ekki getað verið ánægður með niðurstöðu Íslands í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins sem lauk í Galati í Rúmeníu á sunnudag. Ísland hafnaði þá í 5. og næstneðsta sæti riðilsins, þriðja árið í röð.

Blårand fór um víðan völl með blaðamanni Morgunblaðsins á heimleið frá Galati í gær, og sagðist meðal annars finna fyrir því að litið væri niður á íshokkí á Íslandi.

Samningur sænska þjálfarans náði fram yfir HM í Rúmeníu, en hann segir óvíst hvað taki nú við. Blårand var að stýra liðinu öðru sinni á HM, en aðspurður hvort hann vilji halda áfram sem landsliðsþjálfari hugsar hann sig lengi um.

„Já og nei. Ég hef kunnað virkilega vel við það að vinna fyrir íslenska landsliðið og þetta hefur verið frábær reynsla fyrir mig, en ég þarf líka gott vinnuumhverfi. Í hreinskilni sagt var þetta alls ekki gott í ár hvað það varðar,“ segir Blårand og tekur sem dæmi að ekki hafi verið möguleiki á eins mörgum landsliðsæfingum og hann hefði viljað. Hann segir vandann vera djúpstæðan hér á landi og að íshokkí sitji á hakanum, þá sérstaklega í Reykjavík.

Nánast litið niður á íþróttina

„Íshokkísambandið vill standa sig vel, en það er líka erfitt fyrir það að vinna á móti samfélaginu og sérstaklega í Reykjavík. Mér sýnist vera nánast litið niður á íshokkí, það er allavega mín tilfinning. Listhlaup á skautum og opnir tímar fyrir almenning eru alltaf framar hvað ístíma varðar, sem kemur mikið niður á okkur,“ segir Blårand.

Sjá allt viðtalið við Blårand í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert