Rekinn fyrir að kýla stuðningsmann

Matt Nickerson.
Matt Nickerson. Ljósmynd/Heimasíða Milton Keynes Lighting

Enska íshokkífélagið Milton Keynes Lightning er búið að reka Bandaríkjamanninn Matt Nickerson frá félaginu auk þess sem enska íshokkísambandið hefur úrskurðað hann í 20 leikja bann fyrir að kýla stuðningsmann. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skapið á Nickerson kemur honum í klandur. Hann fékk t.a.m átta leikja bann fyrir slagsmál er hann lék í Finnlandi í byrjun ferilsins.

Nickerson var rekinn af velli fyrir slagsmál á ísnum og var hann mjög pirraður er áhorfandi hrópaði á hann. Nickerson brást við með að kýla stuðningsmanninn. Hér að neðan má sjá þetta atvik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert