Birkir tryggði Birninum mikilvægan sigur

Kristján Kristinsson, til vinstri, skoraði 3 mörk fyrir Björninn í …
Kristján Kristinsson, til vinstri, skoraði 3 mörk fyrir Björninn í kvöld. mbl.is/Golli

Björninn á enn möguleika á að komast í annað sæti og spila þar með til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí karla eftir sigur á SR, 7:6, í hörkuleik í Egilshöllinni í kvöld.

SR-ingar, sem eru án stiga, byrjuðu betur og voru 3:1 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Leikmenn Bjarnarins svöruðu með því að vinna annan leikhlutann, 3:2, og þann þriðja, 3:1.

Birkir Árnason tryggði Birninum sigurinn undir lok leiksins en Kristján Kristinsson var markahæstur í liði Bjarnarins með 3 mörk. Miloslav Medvedev var markahæstur í liði SR með 2 mörk.

Björninn er með 33 stig í þriðja sæti, SA Víkingar eru með 42 stig í öðru sæti og Esja trónir á toppnum með 44 stig.

Í kvennaflokki höfðu Ynjur betur gegn Ásynjum, 8:6, í skautahöllinni á Akureyri. Ásynjur eru í toppsætinu með 28 stig, Ynjur eru í öðru sætinu með 25 stig en SR/Björninn rekur lestina án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert