Ásynjur Íslandsmeistarar í íshokkí

Íslandsmeistarar kvenna í íshokkí, Ásynjur Skautafélags Akureyrar, sigri hrósandi með …
Íslandsmeistarar kvenna í íshokkí, Ásynjur Skautafélags Akureyrar, sigri hrósandi með Íslandsbikarinn í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ásynj­ur Skauta­fé­lags Ak­ur­eyr­ar eru Íslands­meist­ar­ar kvenna í ís­hokkí árið 2018. Þær lögðu Ynj­ur Skauta­fé­lags Ak­ur­eyr­ar í odda­leik í Skauta­höll­inni á Ak­ur­eyri nú í kvöld. Leikn­um lauk með 4:3 sigri Ásynja en leik­ur­inn var gríðarlega jafn og spenn­andi og mátti minnstu muna að Ynj­ur næðu að jafna leik­inn und­ir lok­inn.

Ynj­ur komust yfir 1:0, en síðan komu fjög­ur mörk í röð frá Ásynj­um. Það virt­ist ekk­ert fá Ásynj­urn­ar stöðvað en tvö mörk, manni fleiri, hjá Ynj­um í síðasta leik­hlut­an­um gerði það að verk­um að fjöl­marg­ir áhorf­end­ur í Skauta­höll­inni á Ak­ur­eyri voru farn­ir að naga á sér negl­urn­ar und­ir lok­inn. Gömlu brýn­in í Ásynj­um héldu þó út, loka­töl­ur 4:3.

Titl­arn­ir tveir í hokkí­inu skipt­ast því bróður­lega á milli Ak­ur­eyr­arliðana. Ynj­ur eru deild­ar­meist­ar­ar og Ásynj­ur eru Íslands­meist­ar­ar.

Mörk/​stoðend­ing­ar Ynja:

Sil­vía Rán Björg­vins­dótt­ir 1/​0
Th­eresa Snorra­dótt­ir 1/​0
Berg­lind Lef­is­dótt­ir 1/​0
Ragn­hild­ur Kjart­ans­dótt­ir 0/​1
Sunna Björg­vins­dótt­ir 0/​1

Mörk/​stoðsend­ing­ar Ásynja:

Hrund Thorlacius 1/​0
Birna Bald­urs­dótt­ir 1/​0
Anna Ágústs­dótt­ir 1/​0
Dí­ana Björg­vins­dótt­ir 1/​0
Eva Karvels­dótt­ir 0/​2
Guðrún Viðars­dótt­ir 0/​2
Sarah Smiley 0/​1
Arn­dís Sig­urðardótt­ir 0/​1
Alda Ólína Arn­ars­dótt­ir 0/​1

Ynj­ur 3:4 Ásynj­ur opna loka
Mark Silvía Rán Björgvinsdóttir (2. mín.)
Mark Berglind Leifsdóttir (47. mín.)
Mark Teresa Snorradóttir (49. mín.)
Mörk
Mark Guðrún Viðarsdóttir (11. mín.)
Mark Hrund Thorlacius (18. mín.)
Mark Birna Baldursdóttir (19. mín.)
Mark Díana Björgvinsdóttir (39. mín.)
mín.
60 Leik lokið
3:4 - ÁSYNJUR ERU ÍSLANDSMEISTARAR
59 Ynjur (Ynjur) 2 mín. brottvísun
3:4 - Ynjur gera hér mistök og eru of margar á ísnum! Þar af leiðandi er ein þeirra sem þarf að fara í boxið. Ásynjur eru þvi einum fleiri síðustu 36 sekúndurnar af leiknum.
58
3:4 - Tvær mínútur eftir og Jussi Sipponen, þjálfari Ynja, tekur leikhlé. Nú á að leggja á ráðin til þess að sækja jöfnunarmarkið. Það styttist örugglega í það að hann taki markvörðin af velli til þess að bæta í sóknina
56
3:4 - Rúmlega fjórar mínútur eftir og leikurinn er gríðarlega hraður um þessar mundir. Ynjur reyna hvað þær geta að jafna en Ásynjur sækja líka til þess að reyna að ná fimmta markinu.
49 MARK! Teresa Snorradóttir (Ynjur) Mark
3:4 - HVAÐ ER AÐ GERAST? Ynjur reu í bullandi séns hérna eftir að hafa skorað tvö Powerplay-mörk á stuttum tíma. Rúmlega 10 mínútur eftir af leiknum og eins marks munur.
48
2:4 - Bart Moran, þjálfari Ásynja, tekur leikhlé!
47 Sarah Smiley (Ásynjur) 2 mín. brottvísun
2:4 - Ynjur fá annað tækifæri einum fleiri.
47
2:4 - Leikurinn er galopinn eftir þetta mark frá Berglindi Leifsdóttur þegar Ynjur voru einum fleiri á ísnum.
47 MARK! Berglind Leifsdóttir (Ynjur) Mark
46 Birna Baldursdóttir (Ásynjur) 2 mín. brottvísun
41
1:4 - Ynjur eiga væntanlega eftir að koma mjög grimmar til leiks í þessum síðasta leikhluta Íslandsmóts kvenna í íshokkí þessa leiktíðina. Þær eru þremur mörkum undir.
41 Þriðji leikhluti hafinn
40 Öðrum leikhluta lokið
40
1:4 1:4 - Díana Björgvinsdóttir bætir við forystu Ásynja. Hrikalega vond tímasetning fyrir Ynjur til að fá á sig mark en núna er þriggja marka munur á liðunum þegar að aðeins einn leikhluti er eftir.
39 MARK! Díana Björgvinsdóttir (Ásynjur) Mark
37
1:3 - Það er að færast hiti í leikinn og þær yngri sýna eldri enga virðingu þegar kemur að tæklingum og pústrum. Það er greinilega bikar í húfi.
32
1:3 - Þetta er stál í stál hérna á Akureyri. Allt galopið ennþá.
26
1:3 - Ynjur standa af sér stórsókn Ásynja sem léku einum fleiri.
23 Katrín Björnsdóttir (Ynjur) 2 mín. brottvísun
21 Annar leikhluti hafinn
20
Við lentum í smá netvandræðum en vonandi er þeim lokið.
20
Frábærum fyrsta leikhluta lokið. Ynjur byrjuðu betur og skoruðu strax á upphafsmínútunum. Við það vöknuðu þær eldri, í Ásynjum og svöruðu með þremur mörkum og stórsókn í seinni hluta leikhlutans.
20 Fyrsta leikhluta lokið
19 MARK! Birna Baldursdóttir (Ásynjur) Mark
18 MARK! Hrund Thorlacius (Ásynjur) Mark
11 MARK! Guðrún Viðarsdóttir (Ásynjur) Mark
2 MARK! Silvía Rán Björgvinsdóttir (Ynjur) Mark
1 Leikur hafinn
0
Þá skauta liðin inná og heilsast. Ynjur leika í sínum rauðu búningum en Ásynjur í hvítum. Styttist í þessa veislu.
0
Fimm mínútur eru þangað til leikurinn hefst. Búið að renna yfir ísinn og styttist í að við fáum liðin inná. Ynjurnar voru gríðarlega nálægt því að klára einvígið í síðasta leik, en gömlu brýnin í Ásynjum komu til baka og sóttu sigur.
0
Það eru allar líkur á því að leikurinn í kvöld verði jafn og spennandi. Ég ætla jafnvel að gerast svo djarfur að spá leiknum í framlengingu, en þessi lið eru allskostar ekkert óvön því að fara í framlengingar.
0
Þetta er þriðji leikur liðanna, en þau hafa unnið sinn leikinn hvort.
0
Verið velkomin með mbl.is í Skautahöll Akureyrar þar sem Ynjur og Ásynjur mætast í hreinum úrslitaleik um hvort liðið verði Íslandsmeistari í íshokkíi.
Sjá meira
Sjá allt

Lýsandi: Siguróli Sigurðsson
Völlur: Skautahöll Akureyrar

Leikur hefst
11. mars 2018 18:30

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert