Íslenska kvennalandsliðið í íshokkíi mátti þola grátlegt 2:1-tap gegn Spánverjum í fyrsta leik sínum í B-riðli í 2. deild heimsmeistaramótsins sem fram fer í Valdemoro á Spáni. Sigurmarkið kom 49 sekúndum fyrir leikslok.
Silvía Björgvinsdóttir, leikmaður Ynja á Akureyri, kom Íslandi yfir eftir rúmlega sex mínútna leik og reyndist það eina mark 1. leikhlutans. Spánverjar jöfnuðu í 2. leikhluta og skoruðu svo sigurmarkið í blálokin.
Ísland mætir Nýja-Sjálandi í öðrum leik sínum á morgun.