Tuttugasti Íslandsmeistaratitill SA

Liðsmenn SA fagna í kvöld.
Liðsmenn SA fagna í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þriðji leik­ur SA Vík­inga og Esju í úr­slita­keppn­inni í ís­hokkí karla fór fram í Skauta­höll­inni á Ak­ur­eyri í kvöld. Ak­ur­eyr­ing­ar höfðu unnið fyrstu tvo leik­ina og gátu því klárað serí­una með sigri.

Ak­ur­eyr­ing­ar virt­ust vera bún­ir að skipu­leggja veislu sem ekki mátti fresta. Þeir voru all­an tím­ann með yf­ir­hönd­ina og unnu að lok­um mjög sann­fær­andi sig­ur 6:2.

Heima­menn voru afar grimm­ir í byrj­un leiks og á fyrstu mín­út­un­um skoruðu þeir tvö mörk. Bart Mor­an og Jó­hann Már Leifs­son lögðu upp á hvorn ann­an en þeir tveir hafa verið bullsjóðandi í ein­víg­inu. Næstu mín­út­ur voru Esju­menn í vand­ræðum og aðeins töframarkvarsla Atla Valdi­mars­son­ar kom í veg fyr­ir þriðja mark SA. Smám sam­an vöknuðu Esju­menn og sein­asta hluta fyrsta leik­hlut­ans áttu þeir nokkr­ar góðar sókn­ir sem hefðu getað fært þeim mark. Flest skot þeirra geiguðu hins­veg­ar og það sem fór á markið tók Sví­inn Tim Not­ing. Staðan var því 2:0 eft­ir fyrsta leik­hlut­ann.

Leik­ur­inn var svo í jafn­vægi lengi vel í öðrum leik­hluta. Það var svo tvö­föld brott­vís­un Esju­manna um miðjan leik­hlut­ann sem kom SA aft­ur í gang. Rétt áður hafði Eg­ill Þormóðsson brennt af víti fyr­ir Esju og SA refsaði með tveim­ur mörk­um. Bart Mor­an skoraði þegar Esju­menn voru tveim­ur mönn­um færri og Jó­hann Már skoraði svo fjórða markið skömmu síðar. Und­ir lok­in skoruðu Esju­menn eft­ir að þeir höfðu brotið illa á markverðinum Tim Not­ing. Markið skoraði Jan Semorad. Staðan var því 4:1 fyr­ir loka­leik­hlut­ann.

Þriðji leik­hlut­inn var lengi vel í hönd­um heima­manna þar sem Esju­menn voru tölu­vert í refsi­box­inu. Eng­in mörk bætt­ust við en Pét­ur Maack minnkaði mun­inn í 4:2 þegar rúm­ar tólf mín­út­ur voru eft­ir. SA svaraði fljót­lega með marki frá Jor­d­an Ste­ger og á lokakafl­an­um gáfu Esju­menn allt í leik­inn en lítið gekk og SA stráði svo smá salti í sár­in í lok­in með sjötta mark­inu. Það skoraði Andri Már Mika­els­son. SA fagnaði því enn ein­um Íslands­meist­ara­titl­in­um, lík­lega þeim tutt­ug­asta og marg­ir leik­menn liðsins hafa nú unnið vel á ann­an tug titla með liðinu.

Mörk/​stoðsend­ing­ar:

SA Vík­ing­ar: Jó­hann Már Leifs­son 2/​3, Bart Mor­an 2/​1, Jor­d­an Ste­ger 1/​1, , Andri Már Mika­els­son 1/​0, Jón Bene­dikt Gísla­son 0/​1, Sig­urður Sveinn Sig­urðsson 0/​1, Jussi Sippon­en 0/​1.

UMF Esja: Pét­ur Maack 1/​0, Jan Semorad 1/​0, Eg­ill Þormóðsson 0/​1.

SA 6:2 Esja opna loka
Mark Jóhann Leifsson (5. mín.)
Mark Bart Moran (8. mín.)
Mark Bart Moran (31. mín.)
Mark Jóhann Leifsson (32. mín.)
Mark Jordan Steger (52. mín.)
Mark Andri Mikaelsson (58. mín.)
Mörk
Mark Jan Semorád (40. mín.)
Mark Pétur Maack (48. mín.)
mín.
60 Þriðja leikhluta lokið
6:2 -Akureyringar endurheimta Íslandsmeistaratitilinn. Esjumenn voru að spila síðasta leik sinn í bili en liðið verður ekki með á Íslandsmótinu á næsta ári.
60 Jón Andri Óskarsson (Esja) 2 mín. brottvísun
6:2 -Enn er Esjumönnum refsað.
59 Markús Darri Maack (Esja) 2 mín. brottvísun
6:2 -Áhorfendur fá puttann frá Markúsi þegar hann skautar í refsiboxið. Ekki beint til fyrirmyndar.
58 MARK! Andri Mikaelsson (SA) Mark
6:2 -Þetta hlýtur að vera komið hjá SA. Andri nær að skora eftir sendingu frá Jóhanni.
52 MARK! Jordan Steger (SA) Mark
5:2 -Þetta vantaði heimamenn til að létta pressu Esjumanna. Jordan skaut í mark eftir smá sóló. Hann hirti einfaldlega pökkinn af varnarmanni og setti hann í markið.
48 MARK! Pétur Maack (Esja) Mark
4:2 -Þetta er ekki búið. Pétur er fylginn sér og nær að setja pökkinn í mark eftir að Tim var búinn að verja frá honum. Nú taka Esjumenn leikhlé. Þeir hafa rúmar tólf mínútur til að bjarga tímabilinu.
44 Daniel Kolar (Esja) 2 mín. brottvísun
4:1 -Daniel hreinlega hjó kylfuna hans Jóhanns í tvennt.
40 Öðrum leikhluta lokið
4:1 -Akureyringar eru einum leikhluta frá Íslandsmeistaratitlinum. Það var tvöföld brottvísun Esjumanna um miðjan leikhlutann sem kom SA aftur í gang. Rétt áður hafði Egill Þormóðsson brennt af víti fyrir Esju og SA refsaði með tveimur mörkum. Undir lokin skoraði Esja eftir brot á markverðinum Tim Noting. Tim var enn alveg brjálaður þegar hann skautaði af velli á leið í búningsklefann.
40 Andrej Mrazik (Esja) 2 mín. brottvísun
4:1 -Esjumenn eru eitthvað pirraðir og nú kemur strax dómur.
40 MARK! Jan Semorád (Esja) Mark
4:1 -Esjumenn skora í opið mark. Tim Noting liggur aftan við markið sitt eftir einhvern árekstur. Dómarar leiksins virðast ætla að dæma markið af vegna brots á markverðinum. Markið er látið standa.
38
4:0 -Heimamenn lifa af en Esja náði í tvígang að koma skoti á markið.
36 Andri Mikaelsson (SA) 2 mín. brottvísun
4:0 -Þetta verða Esjumenn hreinlega að nýta sér.
34 Pétur Maack (Esja) 2 mín. brottvísun
4:0 -Nú þurfa Esjumenn að halda haus. Það er enn svo mikið eftir að þeir verða að halda sér inná svellinu til að eiga séns.
32 MARK! Jóhann Leifsson (SA) Mark
4:0 -Leiftursókn hjá SA. Jóhann fær loks pökkinn framan við mark Esju. Skot hans er varið en lekur svo inn fyrir marklínuna.
31 MARK! Bart Moran (SA) Mark
3:0 -Esjumenn voru tveimur færri, þrír gegn fimm. SA náði ekki að opna þá með spili og Bart tók bara skot upp úr þurru sem söng í fjærhorninu.
30 Daniel Kolar (Esja) 2 mín. brottvísun
2:0 -Nei heyrðu mig nú. Tvöföld brottvísun.
30 Pétur Maack (Esja) 2 mín. brottvísun
2:0 -Esjumenn fá fyrstu refsingu sína. Það hefur ekki verið nein teljandi harka í þessu.
28
2:0 -Vítaklúður Esjumanna hefur hleypt miklu lífi í leikmenn SA, sem þjarma nú vel að gestunum.
26 Egill Þormóðsson (Esja) Víti fer forgörðum
2:0 -Egill fékk víti eftir að Jussi hafði krækt í hann þar sem hann var að sleppa einn að markinu. Tim Noting varði vítið með púðanum. Þarna fór kjörið tækifæri Esjumanna til að rétta hlut sinn.
25
2:0 -Bæði liðin eru að fá ákjósanleg færi en ná ekki að skora.
21 Annar leikhluti hafinn
20 Fyrsta leikhluta lokið
2:0 -Þetta var góður leikhluti fyrir SA. Tvö mörk í byrjun slökktu á Esjumönnum sem voru í raun stálheppnir að fá ekki fleiri mörk á sig. Smám saman komust Esjumenn inn í leikinn og hafa verið líklegir upp við mark SA. Tim Noting hefur þó séð við þeim til þessa.
18
2:0 -Esjumenn hafa fært sig upp á skaftið og eru nú líklegri til að skora.
15
2:0 -Heimamenn eru hressir þessa stundina og hafa fengið færi til að bæta við mörkum. Atli Valdimarsson í marki Esju hefur varið frábærlega í tvígang.
8 Rúnar Freyr Rúnarsson (SA) 2 mín. brottvísun
2:0 -Lurkurinn er kominn í boxið.
8 MARK! Bart Moran (SA) Mark
2:0 -Enn eru Jóhann og Bart að. Nú snéri Jóhann á varnarmann, kom pökknum á Bart sem lagði hann í markið. Bart hefur verið sjóðandi heitur í úrslitakeppninni. Þetta var fjórða markið hans.
5 MARK! Jóhann Leifsson (SA) Mark
1:0 -Heimamenn eru komnir yfir. Jóhann Már og Bart komust tveir gegn einum varnarmanni og voru nánast búnir að klúðra færinu. Pökkurinn hrökk svo á endanum til Jóhanns sem púttaði í markið. Þetta er þriðja mark Jóhanns í einvíginu.
3
0:0 -Esjumaðurinn Jan Semorad tekur flotta gabbhreyfingu og skot en Tim ver skotið.
3
0:0 -Andri Már setur pökkinn í slána á Esjumarkinu.
2
0:0 -Esjumenn eiga fyrsta skot leiksins sem Tim Noting ver.
1 Leikur hafinn
0
Það er mikið undir í dag og fólk streymir inn í Skautahöllinna. Það eru fermingar í bænum og snjóbrettahátíð svo búast má við að einhverjir láti sig vanta í stúkuna.
0
SA vann fyrstu tvo leikina í einvíginu og verður meistari með sigri í kvöld.
0
Góðan dag og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá þriðja leik SA og Esju í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í íshokkí.
Sjá meira
Sjá allt

Lýsandi: Einar Sigtryggsson
Völlur: Skautahöll Akureyrar

Leikur hefst
7. apr. 2018 17:00

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert