Jakkaföt og Hjálmar í Tilburg

Íslenska landsliðið í íshokkí.
Íslenska landsliðið í íshokkí. Ljósmynd/Stefán Örn

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí mætir ávallt í sínu fínasta pússi í leiki á heimsmeistaramótum. Þegar liðið mætti í höllina fyrir leikinn á móti Hollandi sem hefst kl. 18 í kvöld, beið þess ljúfir tónar frá Hjálmum.

Margir tengja lagið við Gunnar Nelson, en bardagakappinn hlustar ávallt á lagið Leiðin okkar allra með hjálmum á leið sinni í búrið í UFC. Landsliðsmennirnir vöktu athygli fyrir afar snyrtilegan klæðaburð og ekki var tónlistin verri. 

Hér fyrir neðan má sjá myndband af liðinu mæta í keppnishöllina með tónlistina í bakgrunninum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert