Skautafélag Akureyrar gjörsigraði Skautafélag Reykjavíkur í annað sinn á jafnmörgum dögum í Hertz-deild kvenna í íshokkíi í Skautahöllinni á Akureyri. Í morgun vann SA 19:0 sigur eftir að hafa unnið 17:2 í leik liðanna í gærkvöldi.
SA vann fyrstu tvær loturnar 6:0 og þriðju og síðustu lotuna 7:0.
SA er með þrjá sigra úr þremur leikjum og SR þrjú töp úr þremur leikjum í Hertz-deildinni.