Skautafélag Akureyrar gjörsigraði Fjölni í Hertz-deild kvenna í íshokkíi í Skautahöllinni á Akureyri í tveimur leikjum, í gær og í morgun. Fyrri leikurinn fór 9:0 og sá seinni 17:0.
Í fyrri leiknum vann SA fyrstu lotuna 1:0, aðra lotuna 2:0 og þá þriðju 6:0 en í dag vann SA vann fyrstu lotuna 6:0, aðra lotuna 5:0 og þriðju og síðustu lotuna 6:0.