Fjölnir ekki í vandræðum með SR

Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölnir vann öruggan 6:2 sigur gegn Skautafélagi Reykjavíkur í Skautahöllinni í Laugardal þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í íshokkíi, Hertz-deildinni, í kvöld.

Fjölnir vann fyrstu lotuna 4:1 og lagði þar með grunninn að þægilegum sigri. Aðra lotuna vann Fjölnir svo 2:1 og var ekkert skorað í þriðju og síðustu lotu.

Sigrún Árnadóttir og Alda Arnarsdóttir skoruðu báðar tvö mörk fyrir Fjölni auk þess sem Laura Murphy og Elísa Sigfinnsdóttir komust á blað.

Mörk SR skoruðu April Mjöll Orongan og Alexandra Hafsteinsdóttir.

Fjölnir er áfram í öðru sæti deildarinnar með níu stig eftir fjóra leiki, jafnmörg og topplið SA en með lakara markahlutfall auk þess sem SA á leik til góða. Á meðan er SR án stiga á botninum að fjórum leikjum loknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka