Við erum betri en þetta

Jannik Pohl á Framvellinum í dag. Hann er fjórði frá …
Jannik Pohl á Framvellinum í dag. Hann er fjórði frá hægri, í baráttu við Sindra Kristinn Ólafsson markmann. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Jannik Pohl, danski fram­herj­inn í liði Fram, skoraði tvö mörk á Fram­vell­in­um í dag en var engu að síður í tapliðinu enda fengu heima­menn á sig átta mörk í 8:4-tapi gegn Kefla­vík í 22. um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu.

„Við erum betri í vörn en þessi leik­ur gef­ur til kynna. Við erum betri en þetta. Þetta var auðvitað ekki góður leik­ur, og við fáum á okk­ur tvö mörk úr horn­spyrn­um. Það er ekki bara vörn­in sem verst þar, held­ur allt liðið sam­an,“ sagði Dan­inn í sam­tali við mbl.is strax að leik lokn­um.

„Ég veit að við erum með gott lið og góða vörn. Þetta var ekki góður dag­ur en við þurf­um að gleyma þessu, þetta er bara einn leik­ur. Við höf­um átt gott tíma­bil og get­um gert það enn betra með því að standa okk­ur í þess­um síðustu fimm leikj­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert