Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með margt í leik liðsins gegn Slóvakíu þrátt fyrir 1:2-tap, sem hann telur hægt að nýta gegn Portúgal annað kvöld.
„Það voru margir ljósar punktar hjá liðinu, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar við sköpuðum okkur fjölda færa og við vorum hæstánægðir með hvernig strákarnir komu inn í leikinn.
Ég tel okkur hafa verið afskaplega óheppna að tapa leiknum því það er ekki oft sem maður fær svona mark á sig.
Ég hef aldrei séð það áður og ég hef verið í bransanum í 40 ár. En svona er fótboltinn,“ sagði Hareide, og vísaði þar til afskaplega slysalegs sigurmarks Slóvakíu þar sem Jóhann Berg Guðmundsson hreinsaði í Slóvaka, þaðan sem boltinn fór í netið.
„Við þurfum að hrista þetta af okkur og við mætum topp andstæðingi á þriðjudag. Við verðum að reyna og leitumst eftir góðri frammistöðu,“ bætti Norðmaðurinn við.