Ísrael meinuð þátttaka

AFP/Bjorn Larsson Rosvall

Alþjóða íshokkísambandið hefur gefið út tilkynningu um að ísraelska landsliðið fái ekki að taka þátt á mótum á vegum sambandsins til að tryggja öryggi allra þátttakenda, þar á meðal ísraelska þátttakenda.

Í yfirlýsingu frá sambandinu stóð að bannið væri aðeins tímabundið og væri ekki refsing gegn ísraelska íshokkísambandinu og að það væri enn meðlimur alþjóðasambandsins.

Mótið fært til Búlgaríu

Til stóð að halda HM U-20 ára í þriðju deild B í Ísrael í janúar en mótið var fært til Búlgaríu og landsliðið fær ekki að taka þátt á mótinu.

„IIHF hefur fullan skilning á því að þetta er erfið ákvörðun en þetta verði að vera gert til að tryggja öryggi.

IIHF vonast til að finna leið eins fljótt og auðið er til að koma ísraelska landsliðinu aftur í meistarakeppnina,“ segir í tilkynningu IIHF.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert