Ísrael meinuð þátttaka

AFP/Bjorn Larsson Rosvall

Alþjóða ís­hokkí­s­am­bandið hef­ur gefið út til­kynn­ingu um að ísra­elska landsliðið fái ekki að taka þátt á mót­um á veg­um sam­bands­ins til að tryggja ör­yggi allra þátt­tak­enda, þar á meðal ísra­elska þátt­tak­enda.

Í yf­ir­lýs­ingu frá sam­band­inu stóð að bannið væri aðeins tíma­bundið og væri ekki refs­ing gegn ísra­elska ís­hokkí­s­am­band­inu og að það væri enn meðlim­ur alþjóðasam­bands­ins.

Mótið fært til Búlgaríu

Til stóð að halda HM U-20 ára í þriðju deild B í Ísra­el í janú­ar en mótið var fært til Búlgaríu og landsliðið fær ekki að taka þátt á mót­inu.

„IIHF hef­ur full­an skiln­ing á því að þetta er erfið ákvörðun en þetta verði að vera gert til að tryggja ör­yggi.

IIHF von­ast til að finna leið eins fljótt og auðið er til að koma ísra­elska landsliðinu aft­ur í meist­ara­keppn­ina,“ seg­ir í til­kynn­ingu IIHF.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert