Ísland tapaði fyrir Taívan

Silvía Björgvinsdóttir skoraði fyrir Ísland
Silvía Björgvinsdóttir skoraði fyrir Ísland Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Ísland tapaði naumlega fyrir Taívan í 2. deild heimsmeistaramótsins í íshokkí kvenna sem fram í Andorra. Þetta var síðasti leikur liðsins á mótinu.

Taívan komst í 1:0 en í 2. leikhluta skoruðu Silvía og Sunna Björgvinsdætur og komu Íslandi í 2:1. Taívan jafnaði og komst yfir í 3. leikhluta og þar við sat. 3:2 tap og Ísland endar í 5. sæti af 6 liðum, eini sigur liðsins kom gegn Belgum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert