Sjö úr Bestu deildunum í bann

Kristinn Freyr Sigurðsson er kominn í eins leiks bann.
Kristinn Freyr Sigurðsson er kominn í eins leiks bann. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Sjö leikmenn úr Bestu deildum karla og kvenna verða ekki með í næstu umferðum deildanna.

Voru leikmennirnir úrskurðaðir í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í dag. 

Kristinn Freyr Sigurðsson missir af lykilleik Valsara gegn Víkingum næsta sunnudag vegna fjögurra gulra spjalda. Þá verða Gunnar Vatnhamar og Jón Guðni Fjóluson ekki með Víkingum, en þeir voru úrskurðaðir í bann í síðustu viku. 

HK-ingarnir Arnþór Ari Atlason og Kristján Snær Frostason missa af heimaleik liðsins gegn Fram. Arnþór Ari fær bannið vegna sjö gulra spjalda en Kristján Snær vegna fjögurra. 

KR-ingurnn Alex Þór Hauksson missir af heimaleik gegn ÍA vegna fjögurra gulra spjalda en Gustav Kjelden, leikmaður Vestra, fékk rautt spjald gegn Val í síðustu umferð og missir af heimaleik gegn Fylki. 

Helga Guðrún Kristinsdóttir úr Fylki missir af útleik gegn Stjörnunni í fyrstu umferð Bestu deildarinnar eftir skiptinguna. Hún fær bannið vegna fjögurra gulra spjalda. 

Erna Guðrún Magnúsdóttir úr Víkingi missir þá af útileik gegn Breiðabliki vegna fjögurra gulra spjalda.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert