Engin afsökun fyrir að tapa svona

Willum Þór Willumsson hleypur á eftir boltanum.
Willum Þór Willumsson hleypur á eftir boltanum. Ljósmynd/Alex Nicodim

Will­um Þór Will­umsson var að von­um svekkt­ur með tap Íslands fyr­ir Kó­sovó, 3:1, í seinni leik liðanna í um­spili Þjóðadeild­ar Evr­ópu í knatt­spyrnu í Murciu á Spáni í kvöld.

Ísland tapaði sam­an­lagt 5:2 fyr­ir Kó­sovó og mun leika í C-deild­inni næst. Will­um lék ekk­ert í fyrri leikn­um en byrjaði þenn­an.

Er ekki óhætt að tala um erfitt kvöld hérna í Murcia?

„Jú, það má segja það. Við byrjuðum vel en síðan hrundi þetta. 

Mér fannst við koma sterk­ir inn fyrsta kort­erið. Við skor­um mark eft­ir horn­spyrnu og erum að fá hröð upp­hlaup á þá. 

Við vor­um aðeins of opn­ir baka til og gerðum grunn­hlut­ina ekki vel, vinna seinni bolta og fara í tæk­ling­ar og nenna að verj­ast,“ sagði Will­um í sam­tali við mbl.is. 

Alltaf heiður 

Má segja að þetta hafi verið verðskuldað hjá þeim? 

„Já, það má segja það. Við svo sem feng­um færi, meðal ann­ars ég, sem við hefðum getað gert bet­ur úr.“

Eins og áður kom fram spilaði Will­um ekk­ert í fyrri leikn­um en hann byrjaði leik­inn í dag.

„Auðvitað er alltaf heiður að spila fyr­ir landsliðið. Nýr þjálf­ari að koma inn sem er að prófa sig áfram með leik­menn og liðið.“

„Ég er sátt­ur að hafa fengið að spila í dag.“ 

„Það koma nýj­ar áhersl­ur með nýj­um þjálf­ara og eitt­hvað sem við þurf­um að læra. Í dag voru það þó ein­fald­ir hlut­ir sem við verðum að gera bet­ur. Þó það sé komið nýtt skipu­lag, er það eng­in af­sök­un fyr­ir að tapa svona,“ bætti Will­um við. 

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert