Grindavík hefur náð sér í liðsauka fyrir seinni hluta tímabilsins í 1. deild kvenna í körfuknattleik en liðið hefur ekki teflt fram erlendum leikmanni til þessa í vetur.
Jannon Jaye Otto er komin til félagsins frá Bandaríkjunum þar sem hún lék með Riverside-háskólanum í Kaliforníu og skoraði þar 16,1 stig að meðaltali í leik á lokaári sínu.
Hún er 24 ára gömul, 1,83 m á hæð, og er væntanleg til landsins á föstudaginn, samkvæmt heimasíðu Grindvíkinga.
Lið Grindavíkur er í fjórða sæti 1. deildar kvenna með 8 stig eftir sjö fyrstu leiki sína.