New York Knicks vann tveggja stiga endurkomusigur á sterku Miami Heat liði í gær en liðið var á einum tímapunkti 21 stigum undir gegn Heat, lokatölur 100:98.
Leikurinn var hluti af bikarkeppninni sem stendur nú yfir í NBA-deildinni en fyrir leik var Miami Heat í fyrsta sætinu í sínum riðli. Leikurinn var jafn fram að hálfleik en Miami Heat var með eins stigs forskot í háflelikshléinu.
Heat-menn settu hinsvegar í næsta gír og skoruðu 19 stig í byrjun seinni hálfleiksins, í röð. Þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka var 9 stiga munur á liðunum, þar sem Heat leiddi með 96 stigum gegn 87 stigum New York Knicks en á síðustu mínútum leiksins gerðist kraftaverk og New York Knicks fullkomnaði endurkomusigurinn þegar Jimmy Butler hitti ekki skoti sínu á lokasekúndu leiksins.
Miami Heat er nú í öðru sæti riðilsins en eftir tapið í gær unnu Milwaukee Bucks sinn leik og eru því ósigraðir í bikarkeppninni. Milwaukee Bucks og Miami Heat mætast í lokaleik riðilsins þann 29. nóvember.