Ítalski körfuknattleiksmaðurinn David Okeke fær að fara heim af Landsspítalanum í dag eftir að hann hneig niður í leik Hauka og Tindastóls á fimmtudag.
Þetta herma heimildir Karfan.is en Okeke var fluttur með sjúkraflugi frá Akureyri til Reykjavíkur í gær. Okeke hefur verið í rannsóknum síðan á fimmtudag en hann hittir sérfræðing eftir helgi þar sem hann fær niðurstöður og ráðleggingar um framhaldið.
Okeke var fyrst fluttur á sjúkrahús á Sauðárkróki og síðar á sjúkrahúsið á Akureyri en talið er að hann hafi fengið tvöfalt hjartastopp og mikið mildi að ekki fór verr. Okeke er 25 ára gamall og er þetta hans þriðja tímabil á Íslandi en hann gekk til liðs við Hauka frá Keflavík fyrir tímabilið.