Keflavík Íslandsmeistari eftir æsispennandi nágrannaslag

Keflvíkingar ráða ráðum sínum í viðureigninni við Njarðvík.
Keflvíkingar ráða ráðum sínum í viðureigninni við Njarðvík. Morgunblaðið

Keflvíkingar tryggðu sér fyrir stundu Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik með sigri á nágrönnum sínum og erkifjendum úr Njarðvík, 88:82. Keflvíkingar höfðu undirtökin allan fyrri hálfleik en gestirnir náðu að komast yfir í byrjun síðari hálfleiks en þá tók besti maður vallarins, Falur Harðarson, til sinna ráða og dró vagninn fyrir Keflvíkinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert