Óðinn Ásgeirsson, körfuknattleiksmaður úr Þór á Akureyri, gekk í dag til liðs við úrvalsdeildarlið KR. Óðinn hefur verið burðarás í liði Þórsara undanfarin ár en ákvað að skipta um félag eftir að ljóst varð að norðanliðið myndi draga sig út úr úrvalsdeildinni og spila í 2. deild í vetur.