Miðherjinn Keon Clark mun leika næsta vetur með Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta. Clark lék með Sacramento Kings síðasta vetur en Jazz verður fjórða liðið á fimm árum sem Clark leikur með í NBA. Hann skoraði 6,7 stig, tók 5,6 fráköst og varði 1,9 skot að meðaltali í leik á síðasta tímabili.