Stykkishólmspóstsins. ">

Geof Kotila samdi við Snæfell til tveggja ára

Geof Kotila.
Geof Kotila. Af heimasíðu Bakken Bears.

Snæfell úr Stykkishólmi hefur samið við bandaríska körfuknattleiksþjálfarann Geof Kotila til tveggja ára, en hann tekur við af Bárði Eyþórssyni sem hefur samið við ÍR í Reykjavík. Kotila, sem er 47 ára gamall, hefur þjálfað í rúman áratug í Danmörku og gert m.a. Bakken Bears og Horsens að meisturum. Hann þjálfaði háskólaliðið Michigan Tech University í heimalandi sínu aðeins 24 ára gamall og var hann sá yngsti sem hafði tekist á við slíkt verkefni í NCAA-deildinni í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir að Kotila hefji störf þann 1. júlí. Frá þessu er greint á fréttavef Stykkishólmspóstsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert