Logi Gunnarsson, landsliðsbakvörður í körfuknattleik, hefur samið við finnska úrvalsdeildarliðið ToPo, og mun hann leika með liðinu út leiktíðina. Hann hefur leikið í Þýsklandi undanfarin ár, með Ulm, Giessen 49'ers og Bayereuth, en það stóð til að hann myndi semja við ungversk úrvalsdeildarlið - en ekkert varð af því. Rætt verður við Loga Gunnarsson í Morgunblaðinu á morgun.