Kristinn Óskarsson, körfuknattleiksdómari, mun dæma sinn 1000. leik á vegum KKÍ í kvöld þegar hann dæmir leik Vals og Reynis frá Sandgerði í 1. deild.
Í tilefni þessara tímamóta mun Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambandsins, heiðra Kristinn sérstaklega á morgun þegar hann dæmir leik ÍR og Þórs frá Akureyri.