Breiðablik vann í Keflavík

Páll Axel með 24 stig.
Páll Axel með 24 stig. mbl.is/Golli

Breiðablik lætur ekki deigan síga í Iceland Express deild karla og lagði Keflavík í Keflavík. Grindavík rúllaði yfir Skallagrím í borgarnesi og KR vann Snæfell í Vesturbænum.

Blikar voru yfir nær allan leikinn í Keflavík og unnu að lokum 107:86 og var Nemanja Sovic sjóðheitur með 41 stig og 12 fráköst. Hörður Axel Vilhjálmsson gerði 21 stig fyrir Keflvíkinga.

Grindavík burstaði Skallagrím í Borgarnesi, 126:59 þar sem þeir Páll Axel Vilbergsson og Guðlaugur Eyjólfsson gerðu 24 stig hvor.

Í Vesturbænum hafði KR sigur 91:80 á Snæfelli og var Jason Dourisseau með 21 stig og Jón Arnór Stefánsson gerði 19 stig, tók 10 fráköst og átti 11 stoðsendingar. Hjá Snæfelli var Sigurður Þorvaldsson með 24 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert