Breiðablik lætur ekki deigan síga í Iceland Express deild karla og lagði Keflavík í Keflavík. Grindavík rúllaði yfir Skallagrím í borgarnesi og KR vann Snæfell í Vesturbænum.
Blikar voru yfir nær allan leikinn í Keflavík og unnu að lokum 107:86 og var Nemanja Sovic sjóðheitur með 41 stig og 12 fráköst. Hörður Axel Vilhjálmsson gerði 21 stig fyrir Keflvíkinga.
Grindavík burstaði Skallagrím í Borgarnesi, 126:59 þar sem þeir Páll Axel Vilbergsson og Guðlaugur Eyjólfsson gerðu 24 stig hvor.
Í Vesturbænum hafði KR sigur 91:80 á Snæfelli og var Jason Dourisseau með 21 stig og Jón Arnór Stefánsson gerði 19 stig, tók 10 fráköst og átti 11 stoðsendingar. Hjá Snæfelli var Sigurður Þorvaldsson með 24 stig.