Marvin Valdimarsson skrifaði í gær undir samning við úrvalsdeildarlið Stjörnunnar og mun hann leika með körfuknattleiksliðinu næsta vetur – auk þess að þjálfa yngri flokka félagsins.
Marvin var stigahæsti
íslenski leikmaðurinn í Iceland Express deildinni í vetur þar sem hann skoraði
um 25 stig að meðaltali í leik. Marvin er 28 ára gamall og hefur hann leikið
með Fjölni og Hamri. Frá þessu er greint á heimasíðu Stjörnunnar.