Ágúst Björgvinsson var í dag ráðinn þjálfari kvennaliðs Vals í körfuknattleik. Valur vann sér fyrri skömmu sæti í úrvalsdeild kvenna á næstu leiktíð.
Ágúst hefur síðustu tvö árin þjálfað karla- og kvennalið Hamars og varð kvennaliðið deildarmeistari undir hans stjórn í vor.
Ágúst mun einnig verða viðloðandi þjálfun yngri flokka Vals. Hann er uppalin hjá Val og þjálfaði á 13 ára tímabili nær alla flokka félagsins, segir í tikynningu á heimsíðu Vals í dag.