„Við þurfum stóra leikmenn“

Egill Jónasson, Pétur Guðmundsson og Ragnar Nathanaelsson eru allir 2,16 …
Egill Jónasson, Pétur Guðmundsson og Ragnar Nathanaelsson eru allir 2,16 til 2,18 metrar á hæð. mbl.is/Kristinn

„Það er allt of langt síðan þetta hefur verið gert því þetta er alveg nauðsynlegt. Það er gott fyrir krakkana að þeim sé beint inn á rétta braut en svo er það líka gott fyrir okkur að eignast fleiri stóra og góða körfuboltamenn til að ná betri árangri á alþjóðlegum vettvangi. Við þurfum stóra leikmenn,“ sagði Pétur Guðmundsson, fyrsti Evrópubúinn til að leika í NBA-deildinni í körfuknattleik og jafnframt eini Íslendingurinn sem þar hefur leikið.

Pétur býr í Bandaríkjunum en var í höfuðborginni um síðustu helgi þar sem hann leiðbeindi unglingum í sérstökum æfingabúðum fyrir hávaxna unga leikmenn. Sextíu krakkar nutu handleiðslu Péturs, sem sjálfur er 2,18 metrar, og annarra þjálfara og er stefna KKÍ að fjölga svona æfingabúðum svo að í framtíðinni verði til fleiri hávaxnir og góðir körfuboltamenn.

„Erum á byrjunarstigi“

„Körfuboltinn hefur ákveðna sérstöðu svo að það þarf að finna þessa stóru krakka. Við viljum finna þá unga svo við getum kennt þeim leikinn og haldið utan um þá. Við erum á byrjunarstigi núna en þurfum að gera þetta reglulega og oft, svo að í framtíðinni eignumst við kannski fleiri góða leikmenn sem eru 2,15 metrar eða eitthvað slíkt,“ sagði Pétur og bætti við að það geti verið kærkomið fyrir ungt og óvenju hávaxið fólk að finna sig í íþróttagrein á borð við körfubolta.

Sjá nánar viðtal við Pétur í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert