Hrafn hættur og Ari tekur við

Hrafn Kristjánsson KR.
Hrafn Kristjánsson KR. Ómar Óskarsson

Hrafn Kristjánsson er hættur þjálfun kvennaliðs KR í körfuknattleik. Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn í hans stað. Hrafn mun einbeita sér að þjálfun karlaliðs KR sem hann stýrði til sigurs á Íslandsmótinu í vor.

Frá þessu er greint í yfirlýsingu frá Böðvari E. Guðjónssyni, formanni Körfuknattleiksdeildar KR, sem birt er á sport.is.

Ari Gunnarsson er öllu vanur úr boltanum, eins og segir í yfirlýsingu Böðvars formanns.  „Hann á langan feril, jafnt sem leikmaður og þjálfari. Ari lék alls 289 leiki á 19 árum í efstu deild í körfuknattleik með Val, Skallagrím og Hamri við góðan orðstír. Þjálfaraferill Ara í meistaraflokki hófst tímabilið 2006-2007 þegar hann tók við stöðu þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Hamri auk stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla hjá Pétri Ingvarssyni. Næstu tvö tímabil gegndi hann þessum tveimur stöðum áfram áður en hann hélt á heimaslóðir og tók við kvennaliði Vals tímabilið 2009-2010. Tímabilið 2010-2011 þjálfaði hann svo lið Leiknis í fyrstu deild karla.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert