Haukar sendu KR-inga úr leik

Jence Ann Rhoads úr Haukum sækir að körfu KR en …
Jence Ann Rhoads úr Haukum sækir að körfu KR en Bryndís Guðmundsdóttir reynir að stöðva hana. mbl.is/Kristinn

Hauk­ar gerðu sér lítið fyr­ir og slógu KR-inga út úr Powera­debik­ar kvenna í körfuknatt­leik í 16 liða úr­slit­um í gær­kvöldi með magnaðri end­ur­komu og sigri í fram­lengd­um leik.

 Mar­grét Kara Sturlu­dótt­ir virt­ist vera að inn­sigla sig­ur KR þegar hún skoraði úr tveim­ur víta­köst­um og náði sex stiga for­ystu fyr­ir KR 20 sek­únd­um fyr­ir leiks­lok, en þá tók Jence Ann Rhoads til sinna mála og skoraði sex stig í röð. Hún skoraði úr tveggja stiga skoti og náði svo bolt­an­um strax af KR auk þess sem brotið var á henni. Hún nýtti bæði víta­köst sín og jafnaði svo met­in þegar enn var tími til stefnu. Erica Pross­er klúðraði skoti sínu um leið og flaut­an gall og því varð að fram­lengja.

Þar náðu heima­kon­ur í Hauk­um strax frum­kvæðinu og létu for­yst­una ekki af hendi en þær gerðu fjög­ur síðustu stig­in og unnu, 78:73. Hauk­ar hafa einnig unnið KR tvisvar í deild­inni í vet­ur.

Hauk­ar höfðu verið með yf­ir­hönd­ina mest­all­an leik­inn, og voru til að mynda fimmtán stig­um yfir snemma í seinni hálfleik, en KR komst yfir þegar fjór­ar mín­út­ur voru eft­ir af venju­leg­um leiktíma. Það eru hins veg­ar Hauk­ar sem fá tæki­færi til að vinna bik­ar­inn sem KR missti af í úr­slita­leikn­um við Kefla­vík í fyrra.

Fyrr­nefnd Ann Rhoads var í lyk­il­hlut­verki hjá Hauk­um og skoraði 23 stig auk þess að taka 8 frá­köst og gefa 7 stoðsend­ing­ar, og Hope Elam var litlu síðri með 22 stig, 11 stoðsend­ing­ar og 9 frá­köst. Hjá KR var Mar­grét Kara með 20 stig, 9 frá­köst og 4 stoðsend­ing­ar, og Bryn­dís Guðmunds­dótt­ir gerði 18 stig. sindr­is@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert