Njarðvík bikarmeistari í fyrsta skipti

Njarðvík fagnar bikarmeistaratitlinum 2012.
Njarðvík fagnar bikarmeistaratitlinum 2012. mbl.is/Eggert

Njarðvík og Snæfell áttust við í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í körfuknattleik í Laugardalshöll klukkan 13:30. Njarðvík tryggði sér sinn fyrsta bikarmeistaratitil í kvennaflokki með sigri, 84:77, í stórskemmtilegum úrslitaleik. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Atkvæðamestar:

Njarðvík: Shanae Baker-Brice 35 stig, 16 fráköst, 9 stoðsendingar. Lele Hardy 26 stig, 24 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 18 stig.

Snæfell: Kieraah Marlow 37 stig, Jordan Lee Murphree 15 stig, 15 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 13 stig, 6 fráköst, 6 stoðsendingar.

40. mín: Leiknum er lokið með sigri Njarðvíkur 84:77 og þær grænu tryllast af fögnuði ásamt fjölmörgum stuðningsmönnum sínum.

40. mín: Staðan er 81:77 fyrir Njarðvík sem er með boltann og sigurinn blasir við. Baker-Brice stöðvaði Öldu Leif snilldarlega í hraðaupphlaupi og vann af henni boltann þegar hálf mínúta var eftir. Innsiglaði sigurinn með þessum varnartilburðum.

39. mín: Staðan er 81:75 fyrir Njarðvík. Lele Hardy var að skora þrjú stig og fór líklega langt með því að tryggja Njarðvík bikarinn.

38. mín: Staðan er 76:65 fyrir Njarðvík sem er með boltann og allt á suðupunkti í Höllinni. Alvöru bikarúrslitaleikur sem boðið er upp á.

36. mín: Staðan er 74:71 fyrir Njarðvík. Jordan Lee Murphree var að skora fyrir Snæfell og minnka muninn niður í þrjú stig.

34. mín: Staðan er 70:65 fyrir Njarðvík. Snæfell tókst að minnka muninn niður í fjögur stig og fékk nú tækifæri til að minnka niður í þrjú en tókst ekki. Þrátt fyrir að Njarðvík hafi verið með yfirburðaforystu um miðjan þriðja leikhluta er aftur komin spenna í leikinn.

32. mín: Staðan er 66:60 fyrir Njarðvík. Marlow skoraði fyrstu körfuna í fjórða leikhluta og er samtals búin að skora 33 stig.

30. mín: Staðan er 66:58 fyrir Njarðvík fyrir síðasta leikhlutann. Þótt ótrúlegt megi virðast þá brenndu Hólmarar af þremur dauðafærum eftir hraðaupphlaup seint í leikhlutanum og fengu því upplögð tækifæri til að komast enn nær.

29. mín: Staðan er 66:56 fyrir Njarðvík og tæpar 2 mínútur eftir af þriðja leikhluta. Þetta er ekki búið enn. Snæfell hefur ekki gefist upp og er að saxa á forskotið.

25. mín: Staðan er 60:44 fyrir Njarðvík. Eftir mikla rispu blasir nú sigurinn við Njarðvíkingum. Stemningin er öll þeirra megin og það verður afar erfitt fyrir Snæfell að vinna þetta forskot upp. Baker-Brice og Petrúnella skoruðu báðar þriggja stiga körfur með skömmu millibili.

24. mín: Staðan er 52:42 fyrir Njarðvík. Alda Leif varð fyrir meiðslum og lá lengi eftir á gólfinu. Hún var studd af leikvelli og fékk líklega högg á síðuna. Hún er jafnframt komin með 4 villur.

22. mín:  Staðan er 48:38 fyrir Njarðvík sem byrjar síðari hálfleik frábærlega með því að skora fyrstu sjö stigin.

20. mín: Staðan er 41:38 fyrir Njarðvík að loknum fjörugum fyrri hálfleik. Snæfelli tókst aftur að jafna leikinn í stöðunni 38:38 en tókst ekki að komast yfir. Tölfræðin hjá erlendu leikmönnunum hjá Njarðvík er nánast yfirgengileg. Baker-Brice hefur skorað 24 stig í fyrri hálfleik og Lele Hardy hefur tekið 16 fráköst. Marlow gefur þeim ekkert eftir hjá Snæfelli og er komin með 24 stig. Eins og reiknað var með er afar erfitt að stöðva hana nálægt körfunni enda er hún mjög líkamlega sterk. Tveir reyndustu leikmenn liðanna, Ólöf Helga Pálsdóttir Njarðvík og Alda Leif Jónsdóttir Snæfelli, hafa litlu skilað í fyrri hálfleik og það gæti skipt miklu fyrir liðin ef önnur hvor þeirra kemst í gang í síðari hálfleik.

17. mín: Staðan er 35:31 fyrir Njarðvík. Snæfell jafnaði 31:31 en Njarðvík náði aftur forystunni.

14. mín: Staðan er 29:26 fyrir Njarðvík. Forystan er enn Njarðvíkinga en Snæfell hefur ekki misst þær langt frá sér. Kieraah Marlow finnur sig mjög vel hjá Snæfelli og hefur skorað 13 stig.

10. mín: Staðan er 22:19 fyrir Njarðvík að loknum fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar hafa tekið frumkvæðið og komust í 19:12 þegar Baker-Brice skoraði þriggja stiga körfu. Hún hefur verið illviðráðanleg eins og við var að búast og hefur nú þegar skorað 11 stig og tekið 6 fráköst. Petrúnella Skúladóttir byrjar einnig með látum og hefur sett niður tvo þriggja stiga skot úr sex tilraunum. Hildur Sigurðardóttir kom sínu liði aftur inn í leikinn með því að skora síðustu fjögur stigin í leikhlutanum.

8. mín: Staðan er 16:12 fyrir Njarðvík og Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells tekur leikhlé. Njarðvíkingar hafa tekið ótal frákasta og Ingi getur varla verið ánægður með það.

5. mín: Staðan er 8:8. Leikurinn byrjar fjörlega. Talsverður hraði í leiknum og liðin spila stuttar sóknir.

2. mín: Staðan er 2:2. Leikurinn er hafinn og það var hin kornunga Hildur Kjartansdóttir sem skoraði fyrstu stig leiksins fyrir Snæfell en Shanae Baker-Brice svaraði fyrir Njarðvík.

0. mín: Njarðvík vann Breiðablik, Keflavík og Hauka á leið sinni í Laugardalshöllina en Snæfell lagði að velli Val, Fjölni og Stjörnuna.

0 mín: Kristinn Óskarsson og Georg Andersen annast dómgæslu í leiknum og eftirlitsmaður er Rúnar Birgir Gíslason stjórnarmaður í KKÍ. Kristinn er að dæma bikarúrslitaleik í meistaraflokki í tólfta skipti

Barátta undir körfu Snæfells.
Barátta undir körfu Snæfells. mbl.is/Eggert
Ólöf Helga Pálsdóttir Njarðvík í baráttunni í leik gegn Fjölni.
Ólöf Helga Pálsdóttir Njarðvík í baráttunni í leik gegn Fjölni. mbl.is/Golli
Hildur Sigurðardóttir Snæfelli.
Hildur Sigurðardóttir Snæfelli. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert