Búnar að vinna rosalega hart fyrir þessu

Ólöf Helga Pálsdóttir, fyrirliði körfuknattleiksliðs Njarðvíkur, tók í dag á móti fyrsta Íslandsmeistaratitli kvennaliðsins í sögu félagsins þegar Njarðvík vann fjórða leikinn í úrslitarimmunni gegn Haukum á Ásvöllum. 

Ólöf Helga sagði við mbl.is að árangur Njarðvíkurliðsins væri afrakstur mikillar vinnu í Njarðvík og sagði liðið hafa hafið æfingar í júní en Njarðvík stendur uppi sem tvöfaldur meistari í ár.

Ólöf skoraði 7 stig í leiknum í dag og gaf 6 stoðsendingar. Hún skoraði afar mikilvæga þriggja stiga körfu þegar fjórar mínútur voru eftir og breytti þá stöðunni úr 57:60 í 57:63.

Erna Hákonardóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir hlaupa um með Íslandsbikarinn …
Erna Hákonardóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir hlaupa um með Íslandsbikarinn í leikslok á Ásvöllum í dag. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert