Stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur sagt upp samningi við bandaríska leikmanninn Jeron Belin að því er fram kemur á vef félagsins.
Belin þótti ekki standa undir væntingum og ákvað stjórnin að rifta samningi við leikmanninn og er eftirmanns hans nú leitað.
Njarðvíkingar eru í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar með tvö stig eftir fjórar umferðir.