Finnur Atli og Guðrún Gróa til Snæfells

Guðrún Gróa og Finnur Atli við undirskriftina.
Guðrún Gróa og Finnur Atli við undirskriftina. Ljósmynd/Snæfell

Bæði karla- og kvennaliði Snæ­fells hef­ur borist góður liðsstyrk­ur frá KR fyr­ir næsta körfuknatt­leiks­tíma­bil. Finn­ur Atli Magnús­son og Guðrún Gróa Þor­steins­dótt­ir hafa nefni­lega ákveðið að söðla um og leika und­ir stjórn Inga Þórs Steinþórs­son­ar sem var ein­mitt áður þjálf­ari hjá KR.

Þetta var til­kynnt við hátíðlega at­höfn á Hót­el Stykk­is­hólmi. Við sama til­efni end­ur­nýjaði Snæ­fell samn­inga við fjöl­marga leik­menn í báðum liðum sín­um.

Guðrún Gróa hef­ur verið einn besti varn­ar­maður Íslands en hún skoraði 8,2 stig og tók 7,5 frá­köst að meðaltali á síðustu leiktíð með KR.

„Ég var al­gjör­lega óákveðin í hvað ég ætlaði að gera, klára skóla í haust eða gera eitt­hvað allt annað kannski og þetta hljómaði virki­lega spenn­andi. Það er gam­an að prófa eitt­hvað nýtt, viðkunn­an­leg­ur staður, alltaf gam­an að koma hingað og svo þekki ég Inga Þór [Steinþórs­son, þjálf­ara] og Hildi Sig­urðardótt­ur mjög vel ásamt því að kann­ast við hinar stelp­urn­ar. Þetta er bara allt ann­ar pakki en ég verið í og er mjög heill­andi,“ sagði Gróa við heimasíðu Snæ­fells.

Spenn­andi að flytja í einn fal­leg­asta bæ lands­ins

Finn­ur Atli er há­vax­inn landsliðsmiðherji en hann skoraði 11,4 stig að meðaltali á síðustu leiktíð og tók 5,4 frá­köst.

„Mig langaði að breyta til og prófa eitt­hvað nýtt, Ingi bauð mér góðan samn­ing og ef ég ætlaði ein­hvern tíma að prófa að breyta til þá var tím­inn núna. Ég þekki flesta strák­ana mjög vel og þá sér­stak­lega Nonna Mæju. Við höf­um verið í ýms­um leiðind­um inni á vell­in­um en erum mjög góðir fé­lag­ar fyr­ir utan. Það er spenn­andi að flytja út á land, eins og sagt er, í einn fal­leg­asta bæ á land­inu. Bróðir minn [Guðmund­ur Magnús­son] þekk­ir alla króka og kima hérna og for­mann­inn nokkuð vel en svo vil ég auðvitað líka fara í lið sem er að berj­ast um titla og ég geri sömu kröf­ur á Snæ­fell eins og hjá KR að sækja alla titla sem í boði eru,“ sagði Finn­ur Atli við heimasíðu Snæ­fells.

Finnur Atli Magnússon er genginn í raðir Snæfells.
Finn­ur Atli Magnús­son er geng­inn í raðir Snæ­fells. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert