Keflavík hafði betur gegn Val í æsispennandi uppgjöri um nafnbótina meistarar meistaranna í körfuknattleik kvenna í kvöld, 77:74. Keflavík, sem er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari, fékk aðeins á sig 10 stig í lokaleikhlutanum.
Keflavík var stigi yfir í hálfleik en Valur, sem er nýkrýndur deildabikarmeistari, náði forystunni í þriðja leikhluta og var yfir að honum loknum 64:60. Lokamínúturnar voru spennuþrungnar.
Bryndís Guðmundsdóttir kom Keflavík yfir, 70:69, þegar rúm mínúta var eftir. Keflavík komst í 74:69 en Unnur Lára Ásgeirsdóttir svaraði með þristi þegar enn voru 24 sekúndur eftir. Keflvíkingar gerðu hins vegar engin mistök í vítaskotum sínum í lokin og fögnuðu sigri.
Porsche Landry var stigahæst Keflavíkur með 18 stig og tók 6 fráköst en Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 14 og tók 7 fráköst. Hjá Val skoraði Kristrún Sigurjónsdóttir 20 stig og Jaleesa Butler tók heil 18 fráköst en skoraði aðeins 9 stig. Alla tölfræði má sjá hér að neðan.
TM höllin, Meistarakeppni kvenna, 06. október 2013.
Gangur leiksins: 4:2, 12:2, 14:12, 18:19, 22:25, 31:31, 37:33, 43:42, 45:48, 49:52, 54:58, 60:64, 60:66, 64:66, 66:66, 77:74.
Keflavík: Porsche Landry 18/6 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 14/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 12/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 11/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, Lovísa Falsdóttir 6, Sandra Lind Þrastardóttir 3, Ingunn Embla Kristínardóttir 3.
Fráköst: 20 í vörn, 12 í sókn.
Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 20, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 10, Jaleesa Butler 9/18 fráköst/6 stoðsendingar, Þórunn Bjarnadóttir 8/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/6 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 5, Ragnheiður Benónísdóttir 4, María Björnsdóttir 2.
Fráköst: 28 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson.